Páll kvaddur

 Varmahlíðarskóla var slitið í gærkvöld er Páll Dagbjartsson, skólastjóri til 37 ára, sleit skólanum í síðasta sinn en Páll mun nú láta af störfum eftir farsælt starf. Að því tilefni færðu Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, og Agnar Gunnarsson, oddviti, Akrahrepps gjöf.

 Þá voru útskrifaðir 13 nemendur frá skólanum sem nú hafa formlega lokið grunnskólanámi.

Feykir vill þakka Páli gott samtarf i gegnum árin og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér nú fyrir hendur.

Fleiri fréttir