Plokkað í samkomubanninu

Klara Sólveig, Tómas Bjarki, Una Karen og Rebekka Helena. MYND: FLOKKA EHF
Klara Sólveig, Tómas Bjarki, Una Karen og Rebekka Helena. MYND: FLOKKA EHF

Það er ýmislegt gert til að láta tímann líða í samkomubanninu vegna COVID-19. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að fara vel með sig og forðat smit, spritta á sér hendurnar og muna að bros er betra en koss og knús. Engu að síður er mælst til þess að fólk hreyfi sig og þessir dugnaðarforkar nýttu útiveruna í gær til að plokka á Króknum. Afraksturinn fóru þau með í Flokku.

Þar var vel tekið á móti þeim og á heimasíðu Flokku er skorað á fleiri að fara að fordæmi krakkanna og plokka, „... ekki veitir af eftir hraustlegan vetur ! Við tökum glöð á móti svona sendingum,“ segir á síðu Flokku.

Á myndinni eri Klara Sólveig, Tómas Bjarki, Una Karen og Rebekka Helena. Þau plokkuðu við Strandgötuna á Króknum og voru snögg að fylla tvo svarta ruslapoka. 

Mynd af síðu Flokku ehf á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir