Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir 16. september

Þeir framhaldsskólanemar sem hafa hugsað sér að sækja um húsaleigubætur námsárið 2011-2012 þurfa að skila inn umsókn ásamt fullgildum gögnum til skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir 16. september 2011.

Sækja skal um húsaleigubæturnar í Íbúagátt sveitarfélagsins. Þar er sömuleiðis hægt að skila inn á rafrænu formi, þeim fylgigögnum sem krafist er að fylgi umsókninni. Einnig má senda fylgigögn umsóknar í venjulegum pósti til sveitarfélagsins. Athugið að nýjir notendur Íbúagáttarinnar þurfa að nýskrá sig og lykilorð verða send í heimabanka viðkomandi. Hægt er líka að sækja lykilorðið í afgreiðslu Ráðhússins.

Eftirtalin gögn verða að fylgja umsókn:

• Frumrit þinglýsts húsaleigusamnings

• Þrír síðustu launaseðlar

• Staðfest afrit síðasta skattframtals (2011)

• Skólavottorð

• Íbúavottorð

Umsjónarmaður með húsaleigubótum er Þórunn Elfa Guðnadóttir, sem veitir aðstoð við umsókn og nánari upplýsingar í síma 455 6000. Netfang: thelfa@skagafjordur.is

Fleiri fréttir