Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.

„Verkið er að hluta til byggt á þessari sögu og kvikmynd sem við þekkjum en þó er hér um nýja leikgerð að ræða. Leikverkið heitir: Saga Donnu Sheridan-Mamma mía og segir frá ástum og örlögum Donnu og svo Sophie dóttur hennar. Þarna er því sú þekkta, með þekktum lögum, sem við þekkjum en töluverðar breytingar gerðar sem við teljum til góðs. Svo er þarna fullt af frábærri tónlist sem bæði er acustic og af playback þannig að fjölbreytnin er mikil,“ segir Pétur Guðjónsson, leikstjóri.

Aðspurður um við hverju áhorfendur megi búast í Bifröst, segir Pétur: „Fallegri sýningu og mér sýnist stefna í að hún verði mjög vel leikin. Þau taka þessu svo alvarlega að útkoman hlýtur að verða góð. Það er fullt af fallegum atriðum en það er líka fjör og í gegnum þetta allt er sýningin bráðfyndin. Við erum ekkert að reyna að vera það, það bara gerist.“

Miðapantanir fara fram í síma: 455-8070 frá og með miðvikudeginum 20. nóvember. Hægt verður að panta frá 15:00-17:00 virka daga en 11:00-14:00 um helgar. Miðaverð er 2500,- 

Sýningar verða:
Föstudagurinn 22 nóvember.
Frumsýning Kl: 20:00

Laugardagurinn 23 nóvember.
2 sýning. Kl: 20:00
3 sýning. Kl: 00:00 (MIÐNÆTURSÝNING)

Sunnudagurinn 24 nóvember 
4 sýning. Kl: 16:00
5 sýning. Kl: 20:00

Þriðjudagurinn 26 nóvember
6 sýning. Kl: 19:00 (ÖRFÁ SÆTI)

Miðvikudagurinn 27 nóvember 
7. Sýning. Kl: 20:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir