Sauðárkrókur, Sauðárkrókur Blönduós kallar...
Farskólinn hefur tekið í notkun nýjan fjarmenntabúnað í nýju námsveri fjarnema á Þverbarut 1 á Blönduósi. Það eru Húnavatnshreppur og Blönduóssbær sem standa að námsverinu.
Úr Farskólanum er annars það að frétta að nýhafið er námskeið fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi og stendur það fram í febrúarbyrjun. Þar eru 15 starfsmenn í námi. Grunnmenntaskólinn hefst á Sauðárkróki mánudaginn 16. nóvember og er þátttaka frábær. Fræðsluverkefnið Eflum byggð á Blönduósi og Skagaströnd er á fullri ferð og því lýkur næsta vor. Á Hvammstanga lýkur Grunnmenntaskólanum nú fyrir áramót.