Seldi húfur fyrir Þuríði
Unnur Rún Sigurpálsdóttir hefur síðustu vikur staðið fyrir utan Skagfirðingabúð og Hlíðakaup auk þess að hafa verið með sölubás á Lummudögum. Var Unnur Rún að selja húfur sem amma hennar, Ragna Baldursdóttir hafði prjónað. Ágóðinn, rúmar 36 þúsund krónur, rann óskiptur til Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur.
Af Þuríði er það að frétta að hún er nú í Reykjavík og heldur af landi brott til Indlands á morgun. Feykir.is sendir Þuríði góðar kveðjur og óskar henni góðrar ferðar.
Hægt er að fylgjast með og eða styrkja ferðalag Þuríðar Hörpu hér.