Semja á við rekstraaðila til lengri tíma
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar hefur ákveðið að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð með það fyrir augum að samið verði til lengri tíma.
Ennfremur var tekin ákvörðun um að auglýsa eftir rekstaraðila fyrir tjaldstæðið á Hofsósi á komandi sumri.