September mildur en vætusamur - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Ríkisspámennirnir gera ráð fyrir strekkings eða allhvassri sunnanátt með rigningu, talsverði úrkomu sunnan- og vestanlands og hita frá 8 stigum til 15.
Ríkisspámennirnir gera ráð fyrir strekkings eða allhvassri sunnanátt með rigningu, talsverði úrkomu sunnan- og vestanlands og hita frá 8 stigum til 15.

Þann 1. september kl. 14 komu tíu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar og fóru yfir síðasta spágildi. Samkvæmt skeyti frá Dalvík voru þeir allir mjög sáttir með hvernig veðrið gekk eftir. Í skeyti Dalbæinga kviknaði ríkjandi tungl þann 19. ágúst sl. en nýtt tungl kviknar þann 17. september kl 11 í suðaustri.Telja veðurspámenn september verða mildan en vætusaman. 

„Það er ekki ólíklegt að aðeins gráni í toppa. Áttir verða breytilegar. Gangnamenn og konur þurfa að hafa með sér regnföt til vonar og vara í göngurnar,“ segja klúbbfélagar sem óska öllum góðs gengis við smölun. Fundi lauk kl 14:20.
Með gangnakveðjum spámanna fylgir veðurvísa:

Í ágúst slá menn engið
og börnin tína ber
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir