Síðustu forvöð að skrá sig á ULM

Senn líður að Unglingalandsmóti UMFÍ sem að þessu sinni er haldið á Egilsstöðum og eru síðustu forvöð að skrá sig til keppni. Þeir sem skrá sig á heimasíðu UMFÍ hafa frest fram á sunnudag og er keppnisgjaldið kr. 6000 en keppendur UMSS geta skráð sig hjá því og fá 50% afslátt.

Skráningar skulu þá berast á netfangið umss@simnet.is, í gegnum síma 453-5460 eða á skrifstofu að Víðigrund 5 á skrifstofutíma fyrir lokun á föstudag.

Auk þess er óskað eftir upplýsingum um hversu margir ætla að gista á tjaldsvæði og hvort fólk sé með tjald, fellihýsi, tjaldvagn eða húsbíl, til að tryggja að UMSS verði úthlutað nægilega stóru svæði.

Fleiri fréttir