Sigur hjá drengjaflokki - Unnu Valsmenn sannfærandi
Strákarnir í drengjaflokki tóku á móti Valsmönnum í Íslandsmótinu á sunnudaginn kl. 14.00. Strákarnir unnu öruggan sigur í leiknum 78-44.
Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem Valsmenn héngu í okkar mönnum en upp frá því skildu leiðir. Strákarnir spiluðu fínan varnarleik og gerðu það sem til þurfti í sókninni.
Athygli vekur að þrír sterkir leikmenn eru meiddir hjá Tindastóli, þeir Loftur Páll sem lítið hefur verið með í vetur, Pálmi Geir sem ristarbrotnaði fyrir jól og Guðmundur Jóhann, sem á við hnémeiðsli að stríða. Þetta verður til þess að ungir strákar úr 10. og 9. flokki fá að spreyta sig og safna sér dýrmætum mínútum í reynslubankann.
Ingvi var stigahæstur okkar stráka með 17 stig, Einar Bjarni setti 14, Jónas 11, Þorbergur og Reynald 8 hvor, Ingimar 6, Pétur, Sigurður, Kristinn og Friðrik Rondo 3 stig hver og Friðrik Þór var með 2.
Með sigrinum lyftu strákarnir sér upp um sæti og sitja nú í 4. sæti A-riðils með 5 leiki unnan en þrjá tapaða.