Sigur í Lengjubikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.04.2009
kl. 13.24
Tindastóll sigraði Víði með einu marki gegn engu í Lengjubikarnum í dag. Leikið var í Akraneshöllinni og það var Ingvi Hrannar sem skoraði eina mark leiksins.
2.flokkurinn ásamt nokkrum leikmönnum sem voru að stíga uppúr meiðslum og þeim sem ekki voru í hópnum á Akranesi léku æfingaleik fyrr í dag í Kópavoginum. Breiðablik sigraði í þeim leik með 4 mörkum gegn 3. Þórður Karl skoraði tvö mörk fyrir Tindastól og eitt markið var sjálfsmark.