Sigurður Halldórsson þjálfar Tindastól
Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. og 2.fl. karla í knattspyrnu hjá Tindastóli. Sigurður eða Siggi Donna eins og hann er kallaður er í hópi reynslumestu þjálfara landsins er ferill hans með m.fl. og 2. fl. nær yfir 22 ár.
Sigurður sem er með UEFA b þjálfararéttindi hefur þjálfað í öllum deildum hér á landi.
Sigurður er ekki ókunnur á Króknum en hann þjálfaði lið Tindastóls á árunum 1999 – 2001
Sem leikmaður varð hann margsinnis íslandsmeistari og bikarmeistari en hann lék lengstum með liði ÍA og á 120 leiki í efstu deild og skoraði þar ein 20 mörk. Hann lék einnig 13 A landsleiki fyrir Íslands hönd.