Sigurleikur í Sunnlenska bikarnum

Sparkstjörnur Tindastóls eru heldur betur búnar að troða sér í gervigrasskóna því þeir kappar taka nú þátt í tveimur mótum; Soccerade-mótinu sem er spilað í Boganum á Akureyri og Sunnlenska bikarnum.

Í gær spilaði Tindastóll við Hött í Kórnum í síðarnefnda mótinu og hafði betur 1-0 undir stjórn Sigga Donna. Það var Árni Einar sem skoraði eina markið í leiknum.

Fleiri fréttir