Skagafjörður nú með 5G samband

Vodafone hefur nú lokið uppsetningu á tveimur 5G sendum í Skagafirði. Sendarnir eru á Hegranesi og inni á Sauðárkróki. Skagafjörður er því nú með eitt besta 5G samband á landinu.

„Starfsmenn okkar hafa verið í vinnu síðustu vikurnar við uppsetningu á 5G sendum á svæðinu. Síðustu ár hefur Vodafone einnig unnið að eflingu 4G á svæðinu meðal annars með uppsetningu á nýjum sendastöðum ásamt uppfærslu á sendum. Því hafa teningar í Skagafirði verið stórbættar fyrir íbúa svæðisins sem og ferðamenn. Í haust stefnum við á að klára innleiðingu á svokölluðu VoWIFI, sem þýðir að notendur munu geta sett upp og móttekið hefðbundin símtöl yfir Wifi. Getur þessi tækni komið sér vel á bæjum og sumarhúsum þar sem ljósleiðaratenging er til staðar en ekki gott farsímamerki innanhúss. Við erum virkilega ánægð með þessa stórbættu þjónustu í Skagafirði og hvetjum íbúa til að setja sig í samband við okkur ef þá vantar ráðgjöf varðandi hverskonar heimatengingar henti þeirra staðsetningu best,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir