Skagfirskur köttur í topp 10 í jólamyndakeppni Brit

Hvað er meira krúttlegra en köttur í sínu fínasta pússi sem keppist um að verða valinn jólaköttur Brit. Feykir rakst á einn skagfirskan sem þráir athygli og vantar læk til að hreppa fyrstu verðlaun.
Facebook-síða Brit gæludýrafóðurs henti í einn laufléttan leik nú fyrir jólin þar sem fólk gat sent inn myndir af kisunni sinni og fengið í verðlaun ársbirgðir af fóðri fyrir köttinn. Einn skagfirskur köttur, Bangsi að nafni, er kominn í úrslit og mjálmar á stuðning úr röðum lesenda Feykis en kosningu lýkur á hádegi á morgun, 21. desember.
Eigandinn, Rakel Rögnvaldsdóttir, skrifar við keppnismyndina að Bangsi myndi vilja fá verðlaunin til að gefa Kisukoti á Akureyri.
HÉR getur þú stutt Bangsa í keppninni