Skalli skorar á Jón Bjarnason að láta opna hólf á Fljótagrunni fyrir handfæraveiðum
Aðalfundur Skalla – félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra var haldinn á Sauðárkróki 30. september sl. en þar voru samþykktar ályktanir sem lagðar verða fyrir aðalfund Landssambands smábátaeigenda sem haldinn verður 13. – 14. október í Kópavogi. Feykir greindi frá þessum ályktunum fyrir helgi en þar vantaði 7. ályktunina.
7. ályktunin hjóðar svo:
Skalli skorar á Jón Bjarnason sjávar og landbúnaðarráðherra að láta opna hólf á Fljótagrunni fyrir handfæraveiðum. Hólfi þessu var lokað 31,08.2010 með reglugerð nr. 678/2010 fyrir línu og handfæraveiðum.