Skipakomum að fjölga eftir rólegt sumar í Skagafjarðarhöfn

Hér sést Gummi á Onna HU 36 sem landaði 25 tonnum í síðustu viku í Skagafjarðarhöfn.
Hér sést Gummi á Onna HU 36 sem landaði 25 tonnum í síðustu viku í Skagafjarðarhöfn.

Skipakomur hafa verið allmargar í september, sem er kærkomið eftir frekar rólegt sumar segir á vef Skagafjarðarhafna.
Þar segir að Gámaskipin Hoffell og Selfoss komi reglulega samkæmt áætlunum ásamt því að heimatogararnir Drangey og Málmey séu komnir af stað. Þá hafa Akurey og Helga María landað allnokkrum sinnum ásamt línuskipinu Fjölni.

Þriðjudaginn 15. september kom Silver Pearl með 700 tonn af rækju til vinnslu í Dögun. Dragnótabáturinn Onni landaði 19 tonnum, Særif 14 tonnum og Akurey landaði svo 113 tonnum um nóttina.

Í dag, miðvikudaginn 16. september, er verið að landa úr Málmey og Fjölni og Helga María er væntanleg í kvöld.

Einnig er sagt frá því að mikið sé búið að hreinsa og taka til á hafnarsvæðinu og margir eigi hrós skilið fyrir það. Þá hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að húsnæði Fisk Seafood hefur verið málað frá toppi til táar og norðan við húsið sé búið að malbika stórt plan. Þá megi fólk eiga von á að meira verið tekið til hendinni á svæðinu á næstunni. 

Þá sagði Feykir frá því fyrir mánuði síðan að gömlu olíutankarnir voru fjarlægðir og voru þeir fluttir vestur á firði en þar verða þeir notaðir undir meltu. Nú sé hinsvegar verið að snyrta til á svæðinu þar sem þeir stóðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir