Skóladagatöl grunnskólanna samþykkt

Skóladagatöl grunnskólanna í Skagafirði  fyrir skólaárið 2011-2012 voru lögð fram á síðasta fundi fræðslunefndar Skagafjarðar og samþykkt. Það vakti athygli að Jenný Inga Eiðsdóttir fulltrúi VG og þá jafnframt meirihlutans í nefndinni lét bóka að hún væri ekki tilbúin að samþykkja skóladagatalið eins og það var lagt fram.

Í samtali við Feyki segist Jenný ekki hafa séð ástæðu til að samþykkja það sem á eftir að ræða betur en nefndin ætlar að fara fram á það við grunnskólana að þeir skoði enn frekar möguleika á því að þjappa kennslustundum saman og fækka þannig kennsludögum.

Fleiri fréttir