Skólahúsnæði við Freyjugötu verður sett á sölu
feykir.is
Skagafjörður
29.01.2016
kl. 16.06
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að skólahúsnæðið við Freyjugötu á Sauðárkróki verði auglýst til sölu, þ.e. gamli barnaskólinn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá því í gær.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að texta auglýsingar á næsta fund ráðsins.
