Skólar í Skagafirði settir í dag og á morgun

Grunnskólarnir í Skagafirði verða settir nú í dag og á morgun. Grunnskóli Austan Vatna verður með skólasetningu bæði í dag og á morgun. Árskóli verður settur á morgun en Varmahlíðarskóli verður settur í kvöld.

Árskóli:

Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst sem hér segir:

Nemendur 4. - 10. bekkjar mæti í Árskóla við Skagfirðingabraut,

en nemendur 1. - 3. bekkjar í Árskóla við Freyjugötu.

4. bekkur kl. 09:00

5. bekkur kl. 09:30

6. bekkur kl. 10:00

7. bekkur kl. 10:30

9. bekkur kl. 11:00

10. bekkur kl. 11:30

3. bekkur kl. 13:00

2. bekkur kl. 13:30

1. bekkur kl. 14:00

8. bekkingar mæti til skólasetningar mánudaginn 29. ágúst kl. 10:00.

Skólasetning Grunnskólans austna Vatna

• Grunnskólinn að Hólum, mánudaginn 22. ágúst kl. 11:00

• Grunnskólinn Hofsósi, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10:00

• Sólgarðaskóli, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10:00

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá daginn eftir skólasetningu

Varmahlíðarskóli;

Nemendur, foreldrar, systkini, vinir og velunnarar eru boðaðir til skólasetningar Varmahlíðarskóla mánudaginn 22. ágúst kl. 20:00. Ef veður leyfir verður skólasetningin utandyra. Boðið verður upp á fjöldasöng, sóknarprestur flytur ávarp og skólastjóri býður nemendur, nýja sem eldri, velkomna til leiks. Að þessu loknu verður skólinn opinn og boðið verður upp á kaffisopa.

Fleiri fréttir