Skólinn settur án nýs skólameistara?

Það er orðið nokkuð ljóst að Fjölbrautaskólin Norðurlands vestra verður settur í morgun án þess að búið verði að ganga frá ráðningu skólameistara en Jón F Hjartason fráfarandi skólameistari mun láta af störfum þann 1. september. Nýr skólameistari átti að hefja störf þann 1. ágúst sl. Sjö sóttu um stöðuna en samkvæmt upplýsingum sem Feykir hefur undir höndum er enn verið að taka viðtöl við umsækjendur.

Skólinn verður engu að síður settur á morgun þriðjudaginn 23. ágúst kl. 19:00 á sal skólans í Bóknámshúsi. Að lokinni skólasetningu fá eldri nemar afhentar stundatöflur, en nýnemar og foreldrar þeirra sitja áfram á sal. Að lokinni stuttri kynningu fyrir nýnemana fá þeir stundatöflur afhentar og fundur í foreldrafélagi skólans hefst. Nýnemar eru síðan boðaðir á fund á sal skólans miðvikudaginn 24. ágúst kl. 11:20.

Fleiri fréttir