Skólinn settur í næstu viku
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur þriðjudaginn 23. ágúst kl. 19:00 á sal skólans í Bóknámshúsi. Að lokinni skólasetningu fá eldri nemar afhentar stundatöflur, en nýnemar og foreldrar þeirra sitja áfram á sal. Að lokinni stuttri kynningu fyrir nýnemana fá þeir stundatöflur afhentar og fundur í foreldrafélagi skólans hefst. Nýnemar eru síðan boðaðir á fund á sal skólans miðvikudaginn 24. ágúst kl. 11:20.
Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hver mun verða skólameistari næstu fimm árin en upphaflega átti að ráða í það starf fyrir 1. ágúst sl.