Sláttur hafinn í Skagafirði

Sláttur hófst á Gili í vikunni. Mynd:PF
Sláttur hófst á Gili í vikunni. Mynd:PF

Sláttur í Skagafirði hófst í  vikunni. Er Feyki kunnugt um að fyrsti sláttur sé kominn af stað á bæjunum Hamri í Hegranesi og Gili.  Segir Ómar á Gili að sláttur hefjist frekar í seinni kantinum þetta sumarið enda túnin ekki í sínu besta ásigkomulagi eftir veturinn, en það sleppi þó til. Hann fékk 9 rúllur á hektarann eftir þennan prufuslátt. Sævari á Hamri líst ekki nógu vel á ástand túnanna. Hann segir þau töluvert kalin og býst við að heyskapur verði rýr í ár. „Þar er steindautt í sárunum og mun taka einhvern tíma að ná túnunum góðum aftur“ segir Sævar. /SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir