Sláturtíð komin á gott skrið
feykir.is
Skagafjörður
23.09.2011
kl. 08.10
Mikið er um að vera hjá Kjötafurðastöð KS um þessar mundir en rúmar þrjár vikur eru liðnar af sláturtíð.
Samkvæmt heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga eru sláturfjárloforðin komin hátt í 97 þúsund. Fyrstu tvær vikurnar höfðu rúmlega 19.500 fjár verið verið slátrað og var meðalþyngd dilka á þessu tímabili 16,22 kg en á sama tíma í fyrra var meðalþyngdin svipuð og nú eða 16,03 kg.