Sögustund á Reynistað í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
15.07.2015
kl. 11.47
Í kvöld standa félagar á Sturlungaslóð fyrir sögustund á Reynistað í Skagafirði. Hefst hún kl. 20:00 í kirkjunni. Sögumaður að þessu sinni er Björn Björnsson og segir hann frá körlum og kerlingum fyrr og nú.
Frítt er inn á sögustundina og allir velkomnir, segir í tilkynningu frá félaginu.
Fleiri fréttir
-
Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu
Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.Meira -
Sveitarstjórn vill rifta þróunarsamningi um Freyjugötureitinn
Það er að líkindum mörgum í fersku minni að snemma árs 2021 hófst vinna við að reisa fyrsta húsið af átta sem til stóð að yrðu reist á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Reiturinn, þar sem bifreiðaverkstæði KS stóð áður, átti að vera fullbyggður á tíu árum. Samningur Skagafjarðar og Hrafnshóls og Bæjartúns þar að lútandi var gerður árið áður en nú er málum þannig háttað að aðeins þetta eina hús var reist, en íbúðirnar voru loks leigðar út fyrri part ársins 2025, og félögin tvö sem hugðust standa að uppbyggingunni eru gjaldþrota.Meira -
Erum öll úr sömu sveit
Það er Kristinn Sævarsson sem tekur við bóndaspjallinu af nágranna sínum, Davíð á Egg. Nú lætur blaðamaður líta út fyrir að þetta sé einhver áskorendapenni sem þetta er alls ekki heldur ræður tilviljunin ein. Kristinn er bóndi á Hamri í Hegranesi ásamt spúsu sinni, Ásdísi Helgu Arnarsdóttur. Þau eru bæði menntaðir búfræðingar frá Hvanneyri, Kristinn lærði líka vélstjórn og járnsmíði og Ásdís er að ljúka námi sem viðurkenndur bókari. Þau eiga börnin Eyþór Smára tíu ára, Ingunni Ósk sjö ára og Sævar Helga tveggja ára. Foreldrar Kristins búa líka á jörðinni en það eru þau Sævar Einarsson og Unnur Sævarsdóttir.Meira -
Bændamarkaður, rósir og vöfflur
Það verður aldeilis hægt að fara á jólarúnt nk. laugardag 22. nóvember. Hinn árlegi jóla, bænda og handverksmarkaður verður í Hlöðunni á Stórhól í Lýdó og Rúnalist Gallerí, kaffihúsið Starrastöðum og handverks og sölubasar dagdvalar aldraðra er meðal þess sem um er að vera í firðinum.Meira -
Tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám 1910-1950 komið úr prentun
Út er komið tíunda bindið af Skagfirskum æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 og er það Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út. Í þessari bók eru 87 æviþættir um það bil 160 einstaklinga. Eru þá samtals komir 952 æviskrárþættir frá fyrrgreindu tímabili. Þeirri reglu hefur ævinlega verið haldið að birta ekki æviskrár fólks meðan það er lífs, þótt í allnokkrum tilfellum hafi einstaklingarnir sjálfir gefið upplýsingar um lífsferlil sinn, er síðar voru svo notaðar.Meira
