Sól í dag

Sólin ætlar að verma okkur örlítið í dag en segja má að veðurfarið sé verulega farið að leggjast á sálina á okkur íbúum á Norðurlandi vestra. Lummudagar verða settir í kvöld og ljóst að við mætum bara í kuldagallanum sem aldrei var pakkað í vor. Spáin næsta sólahringinn er svohljóðandi. „Norðan 3-8, skýjað en þurrt að kalla. Rofar sums staðar til í innsveitum að deginum. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast í innsveitum.“

Fleiri fréttir