Sorpurðunar- og sorphirðugjald hækkar um 15% í Skagafirði

Flokka á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Flokka á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Á fundi byggðarráðs svf. Skagafjarðar fyrir helgi kom fram að sveitarfélagið greiðir tugi milljóna fyrir sorphirðu og sorpurðun umfram tekjur á ári hverju. Er það í mótsögn við lög sem skyldar sveitarfélög að innheimta gjöld í samræmi við kostnað í þeim málaflokki.

„Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju. Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka,“ segir í bókun byggðarráðs sem samþykkti gjaldskrána og vísaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fleiri fréttir