Spáð hægviðri og léttskýjuðu í dag

Á Ströndum og Norðurlandi vestra verður hægviðri og léttskýjað í dag, en suðvestan 10-15 m/s og slydda eða rigning með köflum á morgun. Mun hægara og styttir upp annað kvöld. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust á morgun. Þá eru hálkublettir á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en gengur í suðustan 10-15 með rigningu S-til um kvöldið. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum.

Á laugardag:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s, en 13-18 úti við sjóinn N-til. Rigning eða slydda með köflum, einkum þó SA-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Norðaustan og norðan 15-20 m/s og slydda eða snjókoma, en hægara og úrkomulítið SV-til. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stig S-lands að deginum.

Á mánudag:
Hægviðri og víða léttskýjað, en norðankaldi og stöku él við NA-ströndina. Fremur svalt í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga vinda, með vætu og hlýnandi veður.

Fleiri fréttir