Sr. Jón Aðalsteinn vígslubiskup á Hólum, lætur af störfum

Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti við lok kirkjuþings að hann hygðist láta af störfum á næsta ári og gerir ráð fyrir því að nýr vígslubiskup verði vígður á Hólahátíð í ágúst 2012.

 

Jón Aðalsteinn sagði af þessu tilefni að honum þætti komið tími til að láta af embætti og hefði sagt embætti sínu lausu með bréfi dagsettu 10. þessa mánaðar.

„Mér er efst í huga þakklæti fyrir þá miklu náð og blessun sem mér hefur hlotnast í embætti þau hartnær 40 ár sem ég hef starfað.“ Hann þakkaði kirkjuþingi gott samstarf og bað því blessunar.

Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson var kjörinn vígslubiskup á Hólum árið 2003.

/Kirkjan.is

Fleiri fréttir