Staða skólastjóra Varmahlíðarskóla er laus til umsóknar
Staða skólastjóra við Varmahlíðarskóla í Skagafirði er laus til umsóknar. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í héraðinu.
Starfssvið:
- Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á grunnskólastigi sbr. 12. grein laga nr. 87/2008.
- Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Skólastjóri skal vera reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. Hann starfar í nánu samstarfi við sviðstjóra og aðra stjórnendur á fjölskyldusiði og tekur þátt í verkefnum sem snúa að þróun í skólamálum í Skagafirði. Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Varmahlíð eða nágrenni. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fyrr. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 19.júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Á. Sæmundsdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs í síma 455 6000 og á netfanginu has@skagafjordur.is. Umsóknir má senda rafrænt á fyrrgreint netfang eða skila í Ráðhúsið á Sauðárkróki í umslagi merktu : „Umsókn um starf skólastjóra“. Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði fræðslumála, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi. Skagafjörður.is segir frá þessu.
