Stjáni á sviði annað kvöld
Skagfirðingurinn og ljúflingurinn Kristján Gíslason eða Stjáni Gísla tekur annað kvöld þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2011 er hann flytur lagið Þessi þrá eftir Albert G Jónsson en það er Íslenska sveitin sem flytur lagið með Stjána.
Kristján hefur nú þegar tryggt þátttöku á úrslitakvöldinu þar sem hann syngur bakrödd hjá Ernu Hrönn Ólafsdóttur en nú er bara að styðja við okkar mann og tryggja hann alla leið í úrslit ef ekki lengra. Lagið má heyra hér.