Straumlaust í Skagafirði

Rafmagn fór af stórum hluta Skagafjarðar um klukkan korter yfir tíu í morgun er lína Landsnets milli Varmahlíðar og Sauðárkróks sló út. Um klukkustund síðar var rafmagn aftur komið á á Sauðárkróki en enn er straumlaust í Hjaltadal, Viðvíkursveit, Hofsós og Sléttuhlíð.

 

Unnið er að viðgerð á því svæði en ekki er hægt að segja til um hvenær straumur kemur á aftur en svo illa vill til að fáliðað er hjá Rarik á þessu svæði núna þar sem margir starfsmenn eru í sumarfríi á sólarströnd og ekki við því komið að senda eftir þeim.

Fleiri fréttir