Styttist í opnun sundlaugar á Hofsósi
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um opnunardag sundlaugarinnar á Hofsósi en fjórir sóttu um stöður starfsfólks við laugina.
Fulltrúar Hofsbótar, styrktarsjóðs um byggingu íþróttahúss á Hofsósi, mættu á fund félags- og tómstundanefndar og hvöttu nefndina til að leggja félaginu til tvær milljónir til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar. Ekki var tekin afstaða til óskar Hofsbótar.