Sumartónar 2009 um landið vítt og breitt

Kári Friðriksson tenór

Kári Friðriksson tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari munu ferðast um landið vítt og breitt í júlí með tónleikadagskrá sem samanstendur af vinsælum aríum og einsöngslögum auk þekktra sígildra píanóverka. Fyrstu tónleikarnir verða í Sauðárkrókskirkju 13. júlí.

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari

Kári segist munu taka 11 há c og eitt cís ef allt lukkast eins og lagt verður upp með. -Pour mon ame er aría sem er með 9 HÁA CÉUM, endurtek, níu háa céum. Vonandi tekst mér að syngja hana, hef nefnilega heyrt að tenorar í Skagafirði mæti með hrossaskít á tónleika til að henda í tenora ef þeir springa, segir Kári léttur.

Tónleikarnir verða sem hér segir: Sauðárkrókskirkja 13. júlí, Þórshafnarkirkja 14. júlí, Húsavíkurkirkja 15. júlí, Dalvíkurkirkja 16. júlí, Víðistaðakirkja 20. júlí, Hólmavíkurkirkja 21. júlí og Tónlistarskóli Akraness 22. júlí.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00, aðgangseyrir er kr. 2000 og mun hluti hans renna til góðgerðarmála á hverjum tónleikastað.

/sk.com

Fleiri fréttir