Sundlaugin á Hofsósi valin sem framlag Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna

Sundlaugin á Hofsósi var valin sem eitt af fimm mannvirkjum sem tilnefnd verða fyrir Íslands hönd til MvdR verðlaunanna en þau eru veitt annað hvert ár og voru fyrst veitt árið 1988 en þá hlaut þau portúgalski arkitektinn Álvaro Siza Vieira.

Verðlaun Evrópusambandsins og stofnunar í Barselónu sem kennd er við þýska arkitektinn Mies van der Rohe eru án vafa eftirsóttust allra viðurkenninga í byggingarlist í Evrópu. Umsögn dómnefndar um Sundlaugina á Hofsósi á þessa leið:  Lúrir í landinu mjög hæversk og kíkir út á hafið, tekur mikið tillit til allra í umgengni, legu og efnum.

Höfundar að hönnun Sundlaugarinnar er Basalt arkitektar/VA arkitektar, Sigríður Sigþórsdóttir, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Jóhann Harðarson, Stefanía Sigfúsdóttir.

Í dómnefnd fyrir tilnefningar af Íslands hálfu fyrir árið 2011 sátu að þessu sinni arkitektarnir Jóhann Einarsson, Dagný Helgadóttir og Egill Guðmundsson og voru auk sundlaugarinnar á Hofsósi eftirtalin mannvirki valin sem fulltrúar Íslands í keppninni: Viktarhús í Þorlákshöfn, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Krikaskóli í Mosfellsbæ og einbýlishús í Garðabæ.

Fleiri fréttir