Svínaflensan komin á krókinn
Svínaflensutilfelli hefur verið staðfest á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Svínaflensufaraldur ætti samkvæmt upplýsingum frá Landlækni að vera í hámarki þessa dagana en flensan hefur í öllum tilfellum verið fremur væg hér á landi.
Helstu einkenni flensunnar eru hiti, hósti og beinverkir. Er fólki með einkenni ráðlagt að halda sig heimavið í allt upp undir viku eða þar til einkenni eru horfin.