Tekinn Á 166 km hraða í Blönduhlíðinni

Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, milt og stillt, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni.

Í færslu lögreglunnar segir að lögregla hafi haft afskipti af alls 144 ökumönnum um helgina sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður er lögregla stöðvaði í Blönduhlíð í Skagafirði á 166 km hraða á klukkustund. Sá var sviptur ökuréttinum á staðnum. Þá reyndist einn ökumaður vera undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti gekk umferð vel og aðeins eitt minniháttar umferðarslys var tilkynnt lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir