Það eru allir klaufar öðru hvoru en það eru bara til einir „Klaufar“

Hljómsveitin Klaufar hefur nýlega sent frá sér tvær breiðskífur sem báðar voru teknar upp í Nashville og notið hafa mikilla vinsælda. Þeir hafa leikið kántrý vítt og breytt um landið, meðal annars á Kántrýdögum á Skagaströnd, í ágúst sl. og verða á RISA-Hlöðuballi á SPOT þann 15. október nk.

Lög eins og Annar maður, Hesta Jói og Funheitur hafa öll fengið mikla spilun og nýjasta lag þeirra „Ást og áfengi“, sem frumflutt var á kántrídögum, var samið af hljómsveitar meðlimum í samvinnu við lagahöfunda í Nashville, með íslenskum texta eftir Jónas Friðrik. Lagið er nú þegar komið í spilun á Kántrýstöðinni á Skagaströnd en fer í almenna spilun í vikunni.

Hljómsveitin hefur starfað í 5 ár og eftir mannabreytingar sem urðu í sumar skipa hana nú þeir Guðmundur Annas Árnason söngur, Birgir Nielsen trommur, Kristján Grétarsson gítar, Friðrik Sturluson bassi og Sigurgeir Sigmundsson fetil gítarar.

Klaufar áforma að spila um allt land og ein og fyrr segir hefst yfirreiðin á RISA-Hlöðuballi á SPOT þann 15. október nk.

Hér má hlusta á lagið Hesta Jói.

Fleiri fréttir