Þaraband verður frumsýnt á opnu húsi á mánudag

Hilma Eiðsdóttir. Mynd af FB.
Hilma Eiðsdóttir. Mynd af FB.

Opið hús verður í Gamla Pósthúsinu á Sauðárkróki, Kirkjutorgi 4, mánudaginn 10. júní, annan hvítasunnudag, frá kl.13-17. Þar verða vinnuaðstaða og vörur til sýnis í tilefni af PrjónaGleði á Blönduósi og að hilma.is er komin í loftið. Frumsýning á nýju þarabandi!

Hilma – hönnun og handverk – ehf. fékk 1.500.000 kr. styrk frá Atvinnumál kvenna í maí síðastliðnum til að koma þarabandinu MarEik á markað.

Hilma – hönnun og handverk – ehf. er prjónahönnunar og framleiðslufyrirtæki á Sauðárkróki sem vinnur vörur úr íslenskri ull ásamt öðrum efnum, t.d. endurunnið silki, SeaCell TM o.fl. Við framleiðsluna er notað prjón og gimb, sem er gömul heklaðferð þar sem notast er við gimbugaffal og heklunál til að framleiða renninga með lykkjum beggja vegna. Renningana er svo hægt að setja saman á ýmsa vegu, aðeins ímyndunaraflið setur þar mörk.

Gengið er inn í vinnustofuna að austan, frá Freyjugötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir