Þeyst á brimbrettum í ölduróti við Borgarsand

Þeir vöktu sannkallaða athygli brettakapparnir sem þeystu eftir sjávaröldunum við Borgarsand um helgina, hangandi í vinddrekum. Kite surfing er þetta kallað upp á enskuna en gott íslenskt heiti vantar yfir þessa íþrótt. Kite grúbban, er hópur áhugasamra Kite surfara á Íslandi og héldu þeir árhátíð sína á Bjórhátíðinni á Hólum um helgina og tóku að sjálfsögðu allan búnað til brettaiðkunar með.

„Ég held að við getum sagt með góðu móti að þetta séu kannski 15 manns sem stunda þetta á landinu í dag og einhverjir eru í startholunum. En síðan eru talsvert margir sem stunda sama sport á skíðum eða snjóbrettum,“ segir Hjörtur Eiríksson einn kappanna. „Við erum að stunda þetta allt árið, svo lengi að það sé ekki frost.“ Hann segir hópinn hafa hrifist mikið af aðstæðum í Skagafirði svo líklega má búast við þeim aftur í norðangjóluna.

Ef einhverjum dytti í hug að prófa, hvert getur hann snúið sér?

„Það er grúbba á Facebook, Kite grúbban, þar sem við tilkynnum alltaf hvert við erum að fara. T.d. ef ég er að fara út í Gróttu þá set ég póst á Kite grúbbuna og tilkynni að ég sé á leiðinni þangað og að ég verði þar t.d. klukkan hálf fimm. Þá vita hinir af mér og geta slegist í hópinn.“ Hjörtur segir þetta frábært sport og vera góða hreyfingu fyrir adrenalínfíkla en hann var áður í enduro torfæruhjólunum en segist fá sömu útrás í þessu.

Hjörtur er í viðtali á forsíðu Feykis þessa vikuna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir