Þráinn Freyr á leið til Lyon

Þráinn Freyr Vigfússon meistarakokkur úr Skagafirði heldur í dag ásamt fríðu föruneyti til Lyon í Frakklandi þar sem hann mun keppa í Bocuse d´Or 2011 sem fram fer dagana 25. - 26. janúar.

Þráni til halds og trausts verða Húsvíkingurinn og matreiðslumaðurinn Bjarni Siguróli og Austfirðingurinn og matreiðsluneminn Atli Þór og svo Tómas sem aðstoða við æfingar. Hákon Már Örvarsson er þjálfari en hann náði besta árangri sem íslendingur hefur náð í þessari keppni, 3. sætið árið 2001.

Keppnin hefst klukkan 9 á þriðjudagsmorguninn og skilar Þráinn fiskifatinu kl. 14:00 og kjötfatinu kl. 14:35 en aðalhráefnið verður skötuselur, humar og krabbi frá Skotlandi og kjötið verður lamb frá Skotlandi.

Verður eitthvað sér-íslenskt í uppskriftunum? -Já, við notum íslensk söl og svo íslenskan krækling, íslenskt rúgbrauð, íslenskt blóðberg sem ég týndi í sumar og þurrkaði spes fyrir keppnina, og humar. Svo dreg ég Skagafjörðin og Drangey inn þetta með því að skíra réttina í höfuðið á þeim svona sem ,,inspiration", segir Þráinn en keppnin leggst mjög vel í hann.

-Ég byrjaði starx eftir Evrópukeppnina í sumar að skipuleggja og þróa réttina en byrjuðum á fullu í enda nóvember með því að æfa 6 daga vikunar. Við erum búnir að renna í gegnum 15 tímaæfingar þannig að það liggja á bak við svona keppni yfir 1500 tímar á persónu. Þetta er búið að vera ansi strembinn undirbúningur og mikið gengið á og mikið búið að prófa. En útkoman er góð, segir Þráinn.

Þráinn segir að keppninn sé nokkuð hörð þar sem um 10 stórþjóðir eru að stefna að og gera tilkall til þess að vinna keppnina auk Íslendinga. -Raunhæft væri top fimm frábært en stefnan er að sjálfsögðu topurinn.

Þráinn vildi koma kveðjum heim á Krók og þakka Kaupfélagi Skagfiringa fyrir stuðninginn og Ágústi og Kristjönu hjá KS fyrir að hjálpina.

Hægt er að fylgjast með þráni á vefnum Freisting.is

Fleiri fréttir