Þráinn Freyr keppir í dag

http://www.youtube.com/watch?v=N68zh-rej_I&feature=player_embedded

Þá er stóri dagurinn runninn upp hjá Þráni Frey og félögum í Lyon í Frakklandi, en fyrstu keppendur í Bocuse d´Or 2011 byrja nú klukkan 09:00 og skila fiskifatinu kl: 14:00 og kjötfatinu kl: 14:35.

Keppnin stendur yfir í tvo daga, og keppa allir með sama hráefni en á fiskifatinu er: Skötuselur, humar og krabbi frá Skotlandi og á kjötfatinu er: Lamb frá skotlandi, en allt annað hráefni kemur frá keppendum sjálfum.

Þráinn kemur til með að nota mikið af íslensku hráefni t.a.m. söl, krækling, rúgbrauð, humar og blóðberg sem hann týndi í sumar og þurrkaði sérstaklega fyrir keppnina.

Meðfylgjandi er myndband frá meistaranum Rasmus Kofoed danska Bocuse d´Or kandídat sem frumsýnt var nú um helgina. Rasmus er vel kunnugur keppninni, en hann lenti í 3. sæti árið 2005 og silfur verðlaun árið 2007.

Á vefnum Freisting.is er hægt að sjá nöfn allra keppenda auk annarra upplýsinga um keppnina.

/Freisting.is

Fleiri fréttir