Þrír úr Drangey sigla fyrir sunnan
Þrír galvaskir siglingakappar úr Siglingaklúbbnum Drangey munu taka þátt í keppni sem haldin er á vegum Siglingafélags Rekjavíkur um helgina. Þetta eru þeir Hákon Stefánsson, Ásgeir Gústavsson og Þorsteinn Muni Jakobsson.
Félagarnir þrír eru nýkomnir af siglinganámskeiði sem haldið var hjá Nökkva á Akureyri fyrir skömmu en það var góður undirbúningur fyrir keppnina sem og Landsmótið sem er nýafstaðið en þeir Muni og Ásgeir kepptu þar og náðu góðum árangri.
Þeir sem staddir eru í Reykjavík um helgina geta kíkt á mótið og fylgst með skemmtilegri siglingakeppni.