Tilfærsla á losunardögum hjá Flokku

Svona vill enginn hafa umhverfi sitt eftir gott gamlárskvöld. Í ruslið með draslið. Myndin er tekin í mars 2018: PF.
Svona vill enginn hafa umhverfi sitt eftir gott gamlárskvöld. Í ruslið með draslið. Myndin er tekin í mars 2018: PF.

Vegna fjölda frídaga nú um hátíðirnar verður örlítil tilfærsla á sorplosunardögum hjá Flokku í Skagafirði. Sem dæmi seinkar hreinsun í Hegranesi, sem fram átti að fara í gær, fram í fyrstu vikuna í janúar. Vert er að benda á að flugeldarusl fer í urðun og best að skila því í Flokku sem fyrst.

Á heimasíðu Flokku segir að hræbíllinn sem ætti að vera á ferðinni næsta miðvikudag 1. janúar fer ekki fyrr en fimmtudaginn 2. janúar. Minnt er á að hægt sé að panta bílinn á netfanginu flokka@flokka.is og það þarf það gerast fyrir kl.10 þann dag sem farið er. Annars er síminn hjá Flokku 453-5000.

Hreinsun í neðri bæ Sauðárkróks, græn tunna, verður á hefðbundnum degi eða föstudaginn 3. janúar. Farið verður af stað kl 8 að morgni og hvetur Flokka íbúa í neðri bæ til að setja flokkaða úrganginn út í tunnu tímalega og passa upp á að aðgengi að tunnunni sé gott, að öðrum kosti er tunnan ekki losuð.

„Minnum á að jólapappír fer ekki í endurvinnslu - nema öruggt sé að hann sé hreinn pappír - ekki plastblandaður. Flugeldar fara í urðun. Best er að skila þeim hingað í Flokku þar sem þeir geta tekið mikið pláss í svörtu tunnunni. Ónotaðir flugeldar fara alls ekki í tunnurnar. Þeim þarf að skila inn til förgunar. Ekki er mælt með því að geyma ónotaða flugelda heima við milli ára. Móttakan í Flokku er opin til kl. 12 á gamlársdag og opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 9.

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og farið varlega með skoteldana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir