Tindastóll til Ísafjarðar í bikarkeppninni
Í dag var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands, sem nú heitir Subway-bikarinn. Lið Tindastóls dróst gegn KFÍ á Ísafirði og verður leikurinn 20. eða 21. nóvember n.k.
Þrátt fyrir köflótt gengi í 1. deildinni í vetur, eru Ísfirðingar ávallt erfiðir heim að sækja og því ljóst að um allt annað en auðveldan leik verður að ræða fyrir Tindastól.
Sjá nánar á heimasíðu KKÍ.