Tónleikar í Höfðaborg á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.06.2013
kl. 09.00
Lokatónleikar þessa starfsárs hjá Karlakórnum Heimi verða haldnir í Höfðaborg fimmtudaginn 20. júní nk.
Tónleikarnir verða með svipuðu sniði og í vetur þ.e. blanda af hefðbundnum karlakórasöng og rafmögnuðu stuði.
Miðasala verður við innganginn. Karlakórinn Heimir segir frá þessu.
