Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli.
Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Fleiri fréttir
-
Rabb-a-babb 241: Atli Gunnar
Blaðamaður fékk hinn stórskemmtilega mág sinn, Atla Gunnar Arnórsson, í Rabb við sig. Einhverjir vita hver þessi geðþekki maður er en í fjölskyldunni er hann kallaður verkfræðingurinn í eldhúsinu, því vissulega er hann verkfræðingur sem vinnur hjá Stoð ehf. en einnig úrvalskokkur. Svo gegnir hann líka því merkilega hlutverki að vera formaður Karlakórsins Heimis.Meira -
„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“
Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.Meira -
Gönguferð í garðinum II
Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.Meira -
Hefur hannað föt frá 14 ára aldri
Á Sauðárkróki býr ungur fatahönnuður að nafni Jörundur Örvar Árnason sem hefur verið að hanna föt síðan 2020 þá aðeins 14 ára gamall. Hann hannar undir merkinu Undur.Meira -
Ekki bjartsýn en vongóð
Davíð Logi Jónsson er fæddur og uppalinn Blöndhlíðingur, sonur hjónanna í Réttarholti, Auðar og Jóns. Davíð er í dag bóndi á Egg í Hegranesi og giftur Emblu Dóru Björnsdóttur. Saman eiga þau dæturnar Auði Fanneyju sem er í 5. bekk í Árskóla og Guðrúnu Heklu sem er í 2. bekk. Davíð og Embla eru með um 60 mjólkandi kýr, nokkur hross og 40ha skóg. Að auki er Embla í hlutastarfi í Farskólanum á Sauðárkróki. Fyrst liggur beinast við að spyrja hvernig gengur í sveitinni.Meira