Týról spilar í Bifröst í kvöld

Græni salurinn, hinir árlegu tónleikar skagfirskra tónlistarmanna, verða haldnir í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld og hefjast klukkan 21. Meðal hljómsveita sem troða upp er hin goðsagnarkennda hljómsveit Týról sem tryllti lýðinn á sveitaböllum í þá gömlu góðu.

Aðrar sveitir eru misþekktar en þeirra á meðal má nefna Tríó Pilla Prakkó, Hljómsveit Baldvins I. Símonar, Skólahljómsveitina, Uncel Blues, Reynar, Eysteinn og Ingi Sigþór og Róbert Gunnarsson.

Húsið opnar 20:30, 1000 kr. inn en enginn posi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir