Umsjónamaður íþróttamannvirkja óskast
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða umsjónarmann íþróttamannvirkja á Frístundasvið í fullt starf. Áður var Sævar Pétursson í þessu starfi en hann hefur nú verið ráðinn verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ þar sem hann hefur nú þegar hafið störf.
Í auglýsingunni segir; „Næsti yfirmaður er Frístundastjóri. Undirmenn eru starfsmenn íþróttamannvirkjanna. Umsjónarmaður íþróttamannvirkja, vinnur í teymi ásamt Frístundastjóra að framkvæmd íþrótta-, forvarna- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu er heyra undir Félags-og tómstundanefnd.
Starfssvið:
• Umsjónarmaður 3ja sundlauga, íþróttahúss og íþróttavalla, ber ábyrgð á rekstri og daglegri stjórnun þeirra og einnig á starfsmanna- og starfsþróunarmálum íþróttamannvirkjanna. Umsjónarmaður gengur vaktir og leysir af.
• Aðstoðar við áætlanagerð, sér um uppsetningu vaktaplana og innkaup.
• Samskipti við börn, unglinga og aðra þá sem nota þjónustuna.
• Tengiliður sveitarfélagsins við íþróttahreyfinguna í Skagafirði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Starfsreynsla við rekstur og stjórnun er æskileg.
• Háskóla- og/eða iðnmenntun æskileg.
• Mjög góð tölvuþekking, sérstaklega Excel.
• Góð þekking á íþróttum og reynsla af íþróttastarfi.
• Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum, jafnt við fullorðna og börn.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Með vísan til jafnréttisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Í umsókninni skal m.a. koma fram stutt æviágrip, menntun, starfsferill og umsagnaraðilar.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar n.k. og skal skilað á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is
Upplýsingar veita María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri (mariabjork@skagafjordur.is)
og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri (astap@skagafjordur.is)