Uppsagnir í boði heilbrigðisráðuneytis

heilbrigdisstofnun2 Örn Ragnarsson, læknir á Sauðárkróki, skrifar í Feyki harðorða grein þar sem hann gagnrýnir mjög þau vinnubrögð sem heilbrigðisráðuneytið hafi sýnt við gerð fjárhagsáætlunar en stofnuninni er gert að spara um 100 milljónir eða um 11,7%

 

Í grein sinni segir Örn ráðherra reyna að slá ryki í augu lesenda með því að bera saman framlög per íbúa við stofnunina á Sauðárkróki miðað við aðrar stofnanir. Segir Örn að þar sem öldrunarstofnanir séu reknar undir heilbrigðisstofnun skekki það alla reikninga en það vilji ráðuneytið ekki taka með þegar niðurskurðurinn er lagður á. Segir Örn í niðurlagi greinar sinnar að vinnubrögð heilbrigðisráðuneytis séu ófagleg og ósanngjörn og að uppsagnir starfsfólks og sú skerðing á þjónustu sem við blasi sé í boði þess.

Fleiri fréttir